léttfimmtug

mánudagur, júní 21, 2004

156 - sólarmegin

Það er ótrúlegt veður, glampandi sól og hiti. Leitt að þurfa að hanga inni og vinna en maður verður víst að hafa salt í grautinn og aur fyrir sérstöku fæði og svo ný föt bráðlega þar sem allt er orðið of vítt eina ferðina enn þrátt fyrir minnkun á betri fötunum.
Enn gengur þetta eins og fyrri daginn - tek þessu fráhaldi mínu eins og ég væri með sjúkdóm (sem ég er með ef maður telur ristilvandamál, hækkaðan blóðþrýsting, verki í hnjám og mjöðum, þunglynd og allt sem fylgir offitu) .. ég þarf að taka inn lyfin mín þ.e.a.s. borða það sem ekki veldur fíkn hjá mér og fitar mig ekki - ef ég væri með krabbamein þá þyrfti ég að gangast undir miklu erfiðari meðferð til að bjarga lífi mínu ... svo ég lít á að ég geti gert heilan helling með því að halda mig fjarri kolvetnum sem æra mig stöðuga og huga að hreyfingu ásamt breyttu viðhorfi til lífsins og minnar eigin getu til að snúa lífsvenjum mínum við ..
Þar sem ég er búin að berjast við vambarpúkann (ég hef ekki enn farið yfir 100kg töluna) í yfir 20 ár þá veit ég að þetta er eina leiðin sem getur hjálpað mér aftur til bæði líkamlegs og andlegs heilbrigðiðs - afhverju, jú, þegar ég er ekki í ofátsmóðu þá fæ ég aftur heilan líkama og létta lund til baka - þannig er minn veruleiki búinn að vera að mestu leiti síðustu 5 mánuði.
Borðaði frábæra kjúklingabringu ofnbakaða með kolvetnasnauðu BBQ (keypa í Hagkaupum) með ofnbökuðu grænmeti í Dijon sósu (lögleg þar sem sykur er í 5. sæti) og salat með blue cheese dressing - ég get alveg lofað ykkur því stelpur að gulrætur, rófur og laukur bakað á þennan hátt er betra en kartöflur eða hrísgrjón :-)
Ég fékk mér AB og jarðarber í morgunmat og ætla að borða silung, hveitikímsbrauð og salat í hádeginu - massa mat - í kvöld svínahakk eldað í bolognesesósu með eggaldini, sveppum og lauk ásamt salati - svo fer ég út að ganga með Bumbubönum eftir mat.
Ó, já, gleymdi - fór á toppinn á Úlfarsfelli á 30 mín þannig að ég er búin að bæta tímann minn um nánast helming - fórum síðan í sund þar sem ég synti 200 metra og slakaði svo á í heita pottinum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home