léttfimmtug

sunnudagur, júní 20, 2004

155 - letimorgun

Þá er nýr dagur kominn á ný og aftur sit ég hér fyrir framan tölvuna ánægð með árangur gærdagsins. Að lokinni útskriftarveislu frænda míns sem gekk bara mjög vel og ég ekkert áfjáð í þann mat sem á boðstólum var (var spurð sí svona hvort ég hefði nú ekki vigtað og mælt, með ljúfu brosi af viðkomandi) ... að vísu var þarna epla- bláberjapæ og hnausþykkur rjómi við hliðina á því og varð mér starsýnt á þau þrjú föt sem innihéldu gúmmulaðið ÓÓÓÓ ... eitthvað gerði græðgispúkinn vart við sig þegar heim var komið og var hugurinn kominn á flug í matarfantasíum allt þar til ég fór að sofa rúmlega eitt í nótt - ég stóðst freistinguna og var mjög sátt í morgunsárið eða skulum við segja síðla morguns þar sem ég fór ekki á fætur fyrr en klukkan tíu og borðaði hefðbundinn helgarmorgun mat...
Systur minni og bróður ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum sem ekki hafa séð mig í nokkrar vikur voru undrandi á því hvað ég væri orðin grönn og einn meðlimurinn sagði - það eru ár og aldir síðan ég hef séð þig svona granna - jibbí, ég er skvís og gella og ég hlakka til að eyða fúlgu fjár í vönduð og falleg föt nk. haust þegar ég verð komin í kjörþyngd.
Á eftir ætla ég að klára hæsta tind á Úlfarsfelli og reyna að komast hraðar yfir en síðast. Síðan ætla ég um fimm leytið að hlusta á gamla söngkennara minn halda tónleika í einni kirkjunni hér í borg - ég ætti svo bara mega vera ánægð með þessa helgi sem hefur verið helguð uppbyggingu sálar og líkama hjá mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home