léttfimmtug

sunnudagur, júní 27, 2004

162 - Áfram geysist lífið

Ég rétt get haldið mér uppréttri til að blogga þennan dag.. búin að ganga fram af mér með hreyfingu. Þegar ég leit út um gluggann fyrr í dag og horfði til Esjunnar og yfir í Mosfellsbæinn datt mér í hug að gott væri nú að ganga úr Grafarvoginum og þangað yfir - það var haldið af stað og gefið í alla leiðina og var gengið fram og til baka á tveimur klukkustundum - púff - ég borðaði síðan um kl. fimm og ákváðum við þá að fara í sund til að mýkja vöðvana og komum við núna rétt fyrir kl. sjö gjörsamlega soðin til baka. Mér finnst eins og ég hafi verið að vinna erfiðsvinnu í allan dag. Með allri þessari hreyfingu þá finnst mér líka draga úr löngun í óholl kolvetni ... mér duga enn mínar þrjár máltíðir .. er að vísu smá svöng núna en minn næsti matartími er kl. níu þar sem það verða að líða minnst fjórir tímar frá síðustu máltíð... drekk bara vatn þangað til og sofna kannski bara yfir sjónvarpinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home