léttfimmtug

mánudagur, júní 28, 2004

163 - hreyfingarlaus orka

Svona til að vera dulítið normal þá ákvað ég að láta af hlaupum eða göngum og gefa þessum miðaldra skrokki smáfrí enda kvartaði hann illa og "ég" sem bý í honum vildi smáfrið fyrir þessum átaksfíkli sem líka ferðast með skrokknum - það eru stundum smá slagsmál á milli, jahh, hvað skyldi maður nú kalla það - mismunandi persóna sem virðast búa innra með manni!!! - nei, ég er ekki geðklofa eða með einhverjar alvarlegar hugraskanir en ég er manneskja sem berst við ýmsar fíknir og stundum hafa fíknirnar sjálfstæðan vilja og ráða gjörsamlega yfir þessu svokalla betra sjálfi.. jamm ... hver hefur haft betur varðandi mataræði síðastliðin ár??? Vambarpúkinn sem stöðugt gargar allan liðlangan daginn og eftir því sem meira berst af mat niður í maga því háværari verða öskrin - svo kemur sektarpúkinn og hann rífst og nagast þar til allar varnir eru niðurbrotnar og enn bætist við átið til að deyfa þessar ærandi raddir sem segja manni að ef svo verður áframhaldið í ofáti þá hreinlega leiði það til dauða - fyrst deyr sjálfsálitið, svo slitnar húðin, stoðkerfið hrynur, blóðrásarkerfið verður stjórnlaust og allt stefnir í eina stutta 170cm kistu og 6 fet niður - nema ég hef ákveðið að láta brenna leifar mínar "my remains" ...
Sem betur fer þá heyrist stundum rödd að ofan (frá innri manni) sem talar til manns djúpum rómi.. nonono.. maður getur nú alveg rifið sig frá þessum leiðinda niðurbrotsvana og komið sér í betri gír, ekki þarf maður nú alltaf að vera éta frá sér allar tilfinningar eða bara hreinlega lífið, eða hvað? segir þessi djúpraddaða vera. Manni býðst hönd að láni til að kippa sér uppúr gömlum lífsgönguleiðum og að öðrum vegaleiðum í átt að betra lífi .. en janframt er manni sagt að sú leið verði ekki endilega alltaf auðfarin, hún verður oft illfarin og erfið yfirferðar... maður hefur val, annaðhvort að deyja hægfara dauða í mikilli andlegri vanlíðan, ekki talandi um þá líkamlegu eða að þora að rétta út hönd og grípa leiðsögnina..
Ég greip þessa hönd og nú er ég búin að vera á ferðalagi í 163 daga en flestir af þeim dögum hafa verið mjög þægilegir og auðveldir yfirferðar ... ég hef ferðast hratt yfir en nú er þörf á smáhvíld í einn eða tvo daga (ekki matarlega séð) svona til að finna aftur fyrir smá slökun og leti...
Æi, þetta er smá bull hjá mér svona fyrir svefninn .. ég hef haldið fráhaldið í dag, ekkert gengið eða hlaupið og legið svo eins og skata fyrir framan sjónvarpið án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut nema eigin hugsanir og framtíðarsýnir á fleygiferð inní þokuhulinn heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home