léttfimmtug

þriðjudagur, júní 29, 2004

164 - smáhreyfing

Í dag hreyfði ég mig svona þokkalega - 20 mín hraðganga í hádeginu og svo 1 klst í línudansi eftir vinnu .. þessi hreyfing er fínt mótvægi við allan sperringin sem hefur verið á mér síðustu vikur og ætla ég að slaka mér niður fyrir norðurferð á föstudaginn en ég ætla að dvelja á Tjörnesinu í heila 9 daga og njóta þess að fara í göngutúra um holt og hæðir, niður bakka og í fjöruna - gott íslenskt sumarfrí.
Ég borðaði minn venjulega mat sem hefur lítið breyst síðustu 164 dagana, orðið svona rútína og maður er farin að kunna reglurnar utanbókar.
Það dugar mér alveg þessar 3 máltíðir og ég er nánast ekkert svöng á milli. Í dag keypti ég mér Pepsi Max og tyggjópakka - kláraði tyggjóið á No Time en drakk bara 1/2 Pepsí, hafði enga löngun í þetta gervisykraða dót, allavega ekki í dag.
Á morgun hittumst við nokkrar konur í GS hér heima hjá mér, borðum saman og ætlum svo að láta gamminn geysa og hafa það huggulegt.. Ætli við verðum ekki allar með okkar eigin vigtar og býst ég við að mikið verði hlegið. Það verður gaman að hafa allar þessar grönnu konur sem eru búnar að vera í prógramminu lengi, sumar allt frá tæpum 2 árum og upp í 4 ár -
Það að deila með öðrum reynslu sinni og vonum styður fráhaldið og gerir manni lífið auðveldara í því að halda sig frá mat sem kemur fíkn af stað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home