léttfimmtug

miðvikudagur, júní 30, 2004

165 - rosastuð

Það er búið að vera geggjað stuð í dag og í kvöld - átta átaksgellur voru mættar heim til mín í kvöldverð og var frábær "fráhaldsmatur" á boðstólum - blómkálsstappa í karrýsósu, lauk og hvítlauk. Sveppir, eggaldin, kúrbítur, sveppir, gulrætur, laukur og hvítlaukur í tómat- og pestósósu, lambalæri og blandað hrásalt ásamt góðum low carb köldum sósum - og stelpur diskarnir voru troðfullir af yndislega góðum mat.
Frábært að geta talað saman um heima og geima og þó sérstaklega um það að halda sér í fráhaldi og læra að lifa með nýjum lífsstíl.
Ég get ekki verið annað en ánægð með þennan dag, sem takið nú eftir: var án allrar hreyfingar nema með puttum og munni :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home