léttfimmtug

föstudagur, júlí 02, 2004

166 - 167 - og enn heldur fráhaldið áfram

Skrifaði ekkert í gær enda á fullu að pakka niður fyrir 10 daga dvöl á Norðurlandi - pakkaði niður grænmeti, sósum og hveitikími fyrir heila viku og útbjó svo matinn minn fyrir daginn í dag sem ég tek með mér... ekkert á að koma á óvart sem gæti kippt mér úr fráhaldi.
Fór í tjékk hjá doksa í gær og viti menn, blóðþrýstingurinn er kominn úr 150/95 niður í 130/80 sem er hreint útsagt frábært og er ég núna að minnka lyfin niður um helming og allt stefnir í að ég hætti á þeim lyfjum með haustinu..
Samkvæmt hans kokkabókum varðandi kjörþyngd þá finnst honum að 68kg sé fínt og ekki niður fyrir 62kg þannig að þá eru annað hvort 8 eða 12 kg eftir - ekki amalegt eftir að hafa verið feit í 15 ár.
Það er engin nettenging fyrir norðan þannig að ég mun ekki blogga fyrr en 12. júlí næstkomandi.
Hafið þið allar það rosalega gott og haldið ykkur í fráhaldi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home