léttfimmtug

sunnudagur, júlí 11, 2004

168-176 - fráhaldið hélst í sumarfríinu

Jæja elskurnar, þá er ég komin til baka eftir stórkostlegt frí á Norð-Austurlandi þar sem sólin skein upp á hvern dag og hitinn þetta frá 20-27 stigum... Oh my God, og ég þessi rauðka er bara orðin brún og freknótt.
Fráhaldið hélst eins og alla aðra daga, ég skrifaði hvern dag niður og tilkynnti til sponsors. Frábær stuðningur frá mínum elskulegu tengdaforeldrum og aldrei haldið að mér mat sem ég tel að sé ekki fyrir mig, plús það að engin kolvetnalöngun gerði vart við sig þrátt fyrir kökur og kræsingar sem hinir lögðu sér til munns.
Viðurkenni þó að marengsslysið sem ég bjó handa þeim (kókosbollur, marengs, rjómi og ávexir allt í bland) greip augun mín og smá vatn kom í munninn, en bara orð tengdamóður minnar um ásetinn bjúg sem settist á hana eftir át kom í veg fyrir að ég félli fyrir freistingu...
Ég keypti mér gallabuxur í no. 31 og útivistarbuxur í no. L á vsk lausum dögum og er ég himinlifandi, svo núna þegar ég kom heim þá losaði ég mig við öll föt sem ekki eru 40 í skápnum því þau hanga utan á mér eins og druslur - þetta ætla ég að fara með í Rauða Krossinn því ég ætla aldrei í þau aftur.
Ég er dálítið pirruð í dag afþví að ég er að byrja á túr en elsku líkaminn minn ákvað að fresta blæðingum um 9 daga meðan ég var í fríi og kom Rósa í heimsókn um leið og ég kom heim :-) stórkostlegt ekki satt.
Það er mjög freistandi að fara á vigtina en ég ætla að halda mig við það að fara bara einu sinni í mánuði og fer ég ekki fyrr en 18. júlí ...
Vinna á morgun :-( en ég bíst við að ég jafni mig á því innan 4ja tíma frá því ég stimpla mig inn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home