léttfimmtug

mánudagur, júlí 12, 2004

177 - allt á rólegu nótunum

Ekkert merkilegt að gerast í raun. Dagurinn drallast þetta áfram í rólegheitum og maginn lætur mig í friði alveg þrælsáttur við að fá bara þrjár máltíðir og gleymir jafnvel að kalla á magafylli.
Eina hreyfingin í dag var æfing á hælaháum skóm dillandi léttari bossa í þröngum gallabuxum og eldrauðri peysu í stíl við vel málaðar varirnar. Fólk er farið að hæla mér fyrir gott og fersklegt útlit og bossinn í vinnunni sagðist vera mjög ánægður með breytingarnar á mér :-) .. og ég manna ánægðust sjálf þar sem sjálfsöryggið er orðið meira... ég veit að ytra útlit hefur ekkert með innri mann að gera, kjarninn er alltaf sá sami hvernig sem útlitið er, en mín reynsla síðustu mánuði með batnandi heilsu sannar fyrir mér að heilbrigður líkami er betra farartæki fyrir sálina/egoið manns og ég vil ekki hafa það öðruvísi héðan frá.
Ég geri mér líka grein fyrir því að enginn annar en ég sjálf næ þessum breytingum í gegn.. það grennist enginn fyrir mig, það borðar enginn hollt fyrir mig og það hreyfir sig enginn annar fyrir mig .. ég sjálf ber ábyrgð á andlegri og líkamlegri líðan.
Það er svo miklu léttara að borða sínar vigtuðu og mældu máltíðir og finna fyrir þessu frelsi og vellíðan innra með sér heldur en að svamla um í þokukenndri kolvetnamóðu með bólgna ökla og þrútinn ham með garnirnar allar í hnút... í dag vil ég ekki skipta yfir í brúna hlunkinn (þetta komandi dýra súkkulaði)...
Matseðill morgundagsins er ákveðinn og þarf ég ekki að hafa áhyggjur af honum fyrr en annaðkvöld... svo nú get ég farið og vermt sófann og gónt á TVíð í smátíma dreypandi á sprite zero..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home