léttfimmtug

þriðjudagur, júlí 13, 2004

178 - brrr rok og kalt en held mig í fráhaldi

Sit hér með heitan jurtadrykk, stífar herðar og smá pirrí pirr - það er svona að vera kona með Rósu í heimsókn og enn ekki komin á breytingarskeiðið þrátt fyrir árin fimmtíu og sjö mánuði í dag - mér blæðir svona hóflega og líkami minn gefur ekki frá sér nein harmakvein enda þekki ég ekkert annað ástand frá því að ég var nærri orðin tólf ára gömul.
Lundin hefur verið tamin svo síðustu tæpa sex mánuði að það er ekki spurning um að narta í eitthvað sem gæti komið mér af stað í át át át og aftur át (syngist með laginu lax lax lax og aftur lax)... samt í gær þegar dóttla, maður hennar og mín yndislega fallegu frábæru barnabörn komu í heimsókn frá útlandinu og ég þurfti að skreppa í búð til að kaupa einhverja dísæta köku og íslenskt súkkulaðikex handa þeim, sem þau svo ekki einu sinni nörtuðu í - halló, halló - ég hefði étið hálft kíló ef ég væri svona grönn eins og þau... æi, ég ætla að klára þessa setningu sem í byrjaði á fyrir ekki svo langa löngu - við kaupin og geymslu þessar hræðilegu kolvetna hvarlaði svo sem að mér að gott væri að sökkva tönnunum í helv.. kökuna og bryðja kexið.. arggggg... en enn liggur þetta í poka inní skáp þar til minn elskulegi ekta maður (195cm á hæð og 86.5kg á þyngd) fær sér smá bita af þessu og borðar upp á einni viku - hummm... ég aftur á móti hefði sporðrennt þessu á hálfu kveldi, svolgrað með því hálfan líter af fjörmjólk og endað í ælukasti inná klói.. jamm, þar skaut ég því út úr mér semsagt semi bullemia - lærði þetta þegar ég bjó í útlandinu fyrir tuttugu og einu ári síðan .. svona úr fræðsluþætti um átröskun og hélt mig himin hafa höndum tekið - borða og æla, það hélt manni grönnum... heppin samt afþví ég gerði mér grein fyrir fáránleika svona athæfis og hvað skaða maður gerir bæði hjarta og æðakerfi og ekki talandi um meltingarvegina og tönnslurnar...
Þessvegna í dag er ég svo ánægð með að hafa fundið minn botn og að ég borði til að lifa en lifi ekki til að borða - einn dag í einu held ég fráhaldið og vitandi sem óvirkur alki í tuttugu og fimm ár að ég get jafnvel haldið matarfráhald svo lengi :-)

Í kvöld nenni ég ekki að hreyfa mig - það er rok úti og kalt, vil bara hafa það smá huggó og blogga smá.. undirbúa síðan hádegismatinn á morgun sem ég tek með mér í vinnuna og hver veit nema ég leggist snemma undir feld og lesi smá...

Í dag er ég ánægð afþví ég kýs að vera jákvæð í eigin garð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home