léttfimmtug

sunnudagur, júlí 18, 2004

183 - Og!!! það fóru 3.1kg :-)

Ójá, já, já - það sannast hreyfing og breytt mataræði orsakar betri heilsu, léttari lund og grennri líkama - nú eru farin 16.4 síðan 18. janúar og annaðhvort 6kg eða 10kg eftir :-). Með þessu áframhaldi verð ég komin í kjörþyngd fyrir jól, Hip hip húrra!! - en dömur mínar takið eftir, þá byrjar það erfiðasta: að viðhalda kjörþyngd því eins og við flestar vitum þá er kannski auðveldast að ná þyngdartapi með því að vera agaður og gera allt rétt svo mánuðum skiptir og jafnvel árum eða tveim betur og tapa sér svo síðan þegar allt virðist vera komið í rétt horf...
Þar kemur þá inn fundarsókn mín og vilji til að halda áfram að vigta og mæla og tilkynna til sponsor matardagbók mína - ætla ég að gera það??? Ójá, ekki spurning, ég vil ekki lenda í því aftur að þyngjast og fá alla kvillana mína til baka - hvað þá heldur að þurfa að kaupa stærri og stærri föt og sjá eftir litlu númerunum aftur inn í skáp. Svo er aldrei að vita hvenær maður eignast aftur kjark til að takast á við vambarpúkann þegar offitan er sest á mann aftur - ég þekki það af fyrri reynslu, kílóin af, svo farið aftur í gamla farið og meiri þyngdaraukning hleðst á mann.

Lífið mitt er einn dag í einu bundið fráhaldi og því að taka ekki fyrsta hömlulausa bitann.
Ég fagnaði þessu þyngdartapi með því að fá mér eftirfarandi:

1 sjojapönnuköku úr:
25 gr sojahveiti
1 egg
1/4 tsk matarsódi
1 tsk xylitol
sletta af sykurlausu karamellusírópi

Steikti 1 stórt jónagold epli

Setti eplin yfir pönnukökuna og strái kanel xylitoli yfir - nammi namm

Á eftir fékk ég mér stóran expresso kaffibolla með 100gr flóaðri mjólk, smá kanil og sætti með canderel töflum - tók síðan bollann með mér inn í rúm og las morgunblöðin - kallinn minn kom til mín kyssti mig á kinnina ofurblítt og óskaði mér til hamingju með dugnaðinn, sagði síðan með bros í augum, ég er rosa stoltur af þér... hvað vill maður meira, nema ef sé að sjálfsálitið og væntumþykja í garð eigin líkama er frekar mikil þessa dagana - ég er falleg kona í þroskuðum líkama, úr augum mínum skín mild lífsreynsla og sátt við almættið og lífið. Ég ætla ekki að sleppa takinu á þessum nýja lífsstíl mínu - einn dag í einu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home