léttfimmtug

miðvikudagur, júlí 14, 2004

179 - góður dagur og létt lund

Mikið er þetta nú skrýtið að vera svona oft í góðu skapi!!! Jahérna, svei mér þá - skil varla þessa breytingu sem átt hefur sér stað síðan ég byrjaði í mínu fráhaldi: segi nú ekki að einhverjar freistingar læðist að manni t.d. í Hagkaupi eftir vinnu, vann langan vinnudag í dag, rölti ég meðfram hillum af góðgæti og slefaði smá þar til ég áttaði mig að maður á ekki að vera að espa sig of mikið með því að vera að góna á súkkulaði, kex og annan varning sem kemur manni beina leið í ótrúlega vanlíðan - ég greip í öxlina á sjálfri mér og kom mér burt frá þessum rekkum - fyllti körfuna af grænmeti og nokkrum ávöxtum, kom mér heim á leið og eldaði þennan góða blómkálsrétt og brasaði svínakótilettur uppúr salvíu MJÖG GOTT ..

Ég þarf að planleggja dagana mína hvað varðar máltíðir, gera ráð fyrir hinu óvænta ef ég fer í veislur og vita af því að næsti kolvetnabiti er við næsta fótmál. Hvað geri ég þegar ég fer í veislur!!!?: ég borða áður en ég fer og ef ég vil virkilega vekja á mér athygli þá bara hreinlega kem ég með mitt eigið grænmeti vigtað en vigta próteinið sem er á boðstólum - við spurningum sem lagðar eru fram er einfalt svar - ÉG ER MEÐ MATAROFNÆMI - og það dugar til að fólki finnist þetta í lagi að maður borði ekki það sama og það... ég er með matarofnæmi, ég borða of mikið og eitra á þann hátt fyrir mér, ég undirbý jarðveginn að alls konar sjúkdómum sem erfitt er að ráða við þegar aldurinn færist yfir mann... ef ég fer aftur í gamla farið og ét yfir mig af einföldum kolvetnum og sykrum og þyngist eða jafnvel þyngist ekki, þá þarf ég blóðþrýstingslyf, blóðþynnandi lyf, kólesteról lyf, lyf við magabólgum, við ristilbólgu, þvagræsilyf, þunglyndislyf og svefnlyf.. en með því að huga að því sem ég læt ofan í mig þá fæ ég, grannan skrokk, aukið sjálfsálit, innri frið, rólegan hjartslátt, jafnan þrýsting í æðum, bjartari huga, rólegan svefn og vinirnir koma til baka afþví lundin er létt og jákvæðni hefur tekið við af neikvæðni - þetta er ástæðan fyrir mínu fráhaldi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home