léttfimmtug

mánudagur, júlí 19, 2004

184 - þakklæti

Í dag er ég þakklát fyrir að fá að vera til - að fá að finna lyktina af lífinu, sólinni og öllu sem hreyfist í kringum mann.. fegin að hafa þroskast eftir áralangt streð í lífinu... fegin að hafa áttað mig á eigin ábyrgð.
Fór í sund í dag með barnabarninu og fékk skemmtilegar athugasemdir.
AmmOlla - þú ert með stór brjóst niður á maga: mamma ekki svona, hún er með stór brjóst hátt uppi - svona hátt sagði hún og lyfti upp höndunum :-) ... AmmOlla, afhverju svona rákir á maganum hjá þér og potaði í hann - hummm, mér varð svarafátt enda margir í búningsklefanum og ég ekki alveg viss um hvernig maður segir tæplega 3ja ára telpu sannleikann um barnsburð og slitin maga.
Heima: AmmOlla er pabbi þinn lasinn gleyið (á erfitt mer rrið).. Amma: viltu kakó mjólk elskan. Snúllan: Nei, ekki gott fyrir litlar stelpur, kakómjókk ekki góð í maga - svona kók voða vont fyrir litlar stelpur....
Sú litla fékk að elda með AmmOllunni sinni og hlæðli í pottinum - svo kenndi hún AmmOllunni nokkur barnalög og AmmOllan var ekki lagin við að muna textann og skríkti þá í þeirri litlu, AmmOlla rugla.
Yndislegur dagur og fráhaldið hélst í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home