léttfimmtug

þriðjudagur, júlí 20, 2004

185 - Ó hversu ljúft lífið er

Já, lífið er ljúft þrátt fyrir gigtina sem er að reyna að finna sér bólfestu í einum fingra minna og stífra vöðva í öllum skrokknum. Satt er það að mikið af vondum öndum hafa yfirgefið líkama minn og ég er öll miklu verkjaminni nú en fyrir hálfu ári síðan...
Bauð sjálfri mér í ljúft nudd að lokinni vinnu og sat svo ein alsber í sauna þar til líkaminn var orðinn eins og eldrautt gull - hahaha - notalegt að sitja svona og geta séð lífbeinið á sjálfri sér sem er ekki lengur að fela sig undir stórri slitinni bumbu. Ég segi sjálfri mér á hverjum degi að ég líti vel út og ég þakka líkama mínum fyrir að bera mig áfram hvernig svo sem ástandið er, ég þakka honum líka að vera svona þægum og að öskra ekki lengur á mat.
Ég er eins og þroskaður tómatur, sætur og nærandi en að sjálfsögðu ponsu hrukkóttur og siginn. Nýr banani er sléttur, grænn og harður og vondur undir tönn - þroskaður banani gefur frá sér ilmandi lykt og er mjúkur undir tönn og fer vel í maga (verst að hann má ég ekki borða of mikil sterkja)... svona er ég í dag, þroskuð, siginn, ilmandi og fer vel í maga sjálfrar mín þ.e.a.s. ég kann að meta mig í dag.
Ummm... ég borðaði svo góðan mat í kvöld.

Pottrétt úr:
100 gr ss vínarpylsur
350 gr blómkál og laukur í paprikku salsa sósu - grrrrrr rosa gott
og blandað salat
150 gr Iceberg salat, tómat, gúrku og púrrulauk
30 gr blue cheese sósu

Og nú er ég að drekkja mér úr lítra af sítrónu Egils kristal.

Ég nenni ekki út að labba, ætla bara að fleygja mér fyrir framan imbann og fara snemma í bólið í kvöld.

Er búin að panta borð á Hereford steakhouse á morgun og ætla þeir að vigta og mæla matinn minn - fer samt með vigtina svona til vara ef eitthvað gleymist - mér finnst þetta ekkert vandræðalegt. Ánægð með að vera viðundur og það sérstaklega afþví ég græði svo á því heilsufarslega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home