léttfimmtug

fimmtudagur, júlí 22, 2004

186 - stútfull

Var að skríða í hús eftir velheppnað kvöld á Hereford steakhouse.  Það var vigtað og mælt ofan í mig þessu líka yndæla pönnusteikta grænmeti og 100 gr af ótrúlega mjúku lambafilleti og brjálæðislega miklu hvítlaukssmjöri.  Ég byrjaði samt máltíðina með 100 gr af blönduðu salati og 1 stk af þurrkuðum tómati í olíu - svo fékk ég mér espresso í eftirrétt.  Ekkert mál að fara út að borða á þennan hátt og heyrðist mér á þjónunum að þetta væri oft gert hjá þeim s.s. fleiri en ég á þessari línu.
Ég get ekki státað mig af hreyfingu þessa vikuna svo við köllum hana bara letivikuna.  Verð þó að segja að ég kann betur við mig í hreyfingu en án.. verð öll hressari og betri í skrokknum við að klifra fjöll og ganga sjó.. ekki misskilja mig, ég er ekki Jesús sem gengur á vatni bara kona 17kg léttari og flýt auðveldar á lygnum sjó eða öllu heldur sundlaugum.´
Ég gæti alveg hugsað mér að vinna bara hálfan daginn og nota hinn helming dagsins til að vinna að hugðarefnum og koma mér í enn betra lag líkamlega.  Mig langar nefninlega núna til að fara að byggja upp vöðva og koma þolinu á fullt.  Væri alveg til í að fara að hlaupa/skokka og finna andann verða frjálsan á hlaupum.  Vonandi rætist þessi draumur einn góðan veðurdag.
Það er komið framyfir miðnætti og ég á eftir að ganga frá matnum fyrir morgundaginn, ekki vil ég stofna fráhaldinu í hættu.
Bið alla góða vætti að vera með ykkur og forða ykkur frá hömlulausa bitanum ;-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home