léttfimmtug

fimmtudagur, júlí 22, 2004

187 - léttoglaggot

Allt við það sama hérna. Ekkert svind og engin löngun. Fráhaldið er orðið að vanafestu og er ekkert sem virðist geta haggað því. Að sjálfsögðu er ég ángæð með það að þurfa ekki að remabast með langanir í þetta og hitt. Hlutirnir eru einfaldir, þetta borða ég og þetta ekki.
Ein góð vinkona mín sagði á fundi í kvöld.. ég kýs að hafa glasið hálf fullt í staðin fyrir hálf tómt, kýs að líta svo á að í GS megi ég svo margt í staðin fyrir að hugsa: ég má ekki. Eins og talað úr mínum eigin munni. Þessi vinkona er búin að missa plús 40kg og lítur geislandi út.
Ég prumpa dálítið af xylitolinu og lít bara á það sem ágæta strákafælu, þeir eru nefninlega farnir að gjóa til mín augunum þessar harðgúrkur þarna ... þá er bara að reka rækilega við og burt er dóninn... leyfi mér hér hið margrómaða skáldaleyfi. En það er satt, ég lít vel og út er bara dálítið sexy fyrir minn aldur og ætla bara ekkert að reyna að fela það.
Er nú að undirbúa morgundaginn sem er nánast sá sami á hverjum degi en það spara pælingar fram og til baka. Setti kanil í hveitikímið í staðin fyrir basilikum þannig að á morgun borða ég kanilhveitikímsbrauð.. nammi namm .. ofan á set ég 25gr ost, 50gr skinku og 15gr smjörva.
Svo borða ég í kvöldmat 100gr hakk í eggaldin, kúrbít og lauk soðið í basilikum tómatsósu, salat með þistilhjörtum... góður matur og bragðmikill.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home