léttfimmtug

laugardagur, júlí 24, 2004

188-189 - alltaf gott veður á Íslandi

Gleymdi að blogga í gær þar sem ég var að kveðja stelpuna mína en hún var að fara ásamt manni og börnum aftur heim til sín í Svíþjóð. Gærdagurinn gekk vel  og komst ég í gegnum hann en með smá löngun í eitthvað - gat ekki fundið út hvaða fæðutegund það væri. Þegar svona löngun hellist yfir mig þá fæ ég mér tyggjó og diet gos og næ þannig að halda mér góðri.
Það var smá grillveisla í gær og kom ég of seint af ásettu ráði en viti menn, fólkið var ekki farið að borða og mér auðvitað boðið borða með...ummmNeiNei, búin að borða og útskýrði afhverju - allir sáttir við það og ekkert amast við mér... segi ekki að ég hafi ekki slefað pínu yfir súkkulaðiísnum og fersku ávöxtunum með rjómaútáhellingu. Maður verður bara að vera strangur á svona augnablikum og bíta í sig Neiið... reynist mér ekkert voða erfitt.
Vaknaði hress og kát fyrir utan vöðvabólgu og verkjum sem þeim fylgja í herðum, hálsi og höfði og útbjó mér minn venjulega helgarmorgunmat og skrapp síðan aftur í rúmið með cappucinoi, mjög huggulegt og rólegt. Fór á GS fund og síðan eftir það með eiginmanninum í göngutúr í miðbænum og á veitingahús... það voru allir að borða borgara og franskar, gos, bjór og ís, en ég sötraði á diet coke. Maður er stundum pínu utanvelta afþví maður tekur ekki þátt í svona áti.
Ég móðgaði konu í Bónus í gær en hún var að bjóða kökur í smakk, sagði við hana, Nei takk ég er svo grönn og sæt, ég vissi ekki hvert hún ætlaði að fara: grönn og sæt, er þá grannur sætur en feitur ljótur.. úpsss.. neinei, ekkert svoleiðis sagði ég en ákvað að útskýra ekki frekar að maður er sætur hvort heldur maður sé feitur eða ekki, en mér líður betur grannri og finnst ég vera sætari...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home