léttfimmtug

þriðjudagur, júlí 27, 2004

190-192 - vöðvabólgan að drepa mig

Ef maður gæti bara farið í vöðvabólgufráhald - betvítans bólgan hefur verið að angra mig að undanförnu og leggst það illa í mig, næ bara ekki að slaka á í herðunum og hálsi.  Dálítið fúl afþví mér hefur liðið svo andsk... vel að undanförnu.  Þarna er um að kenna brauðstritinu held ég og afþví að maður er of gráðugur vinnulega séð - hei, hafið þið heyrt þetta orð gráðug/ug/ugt, jamm, mín reynlsa er sú að mikill vill meira!!! ef ekki mat þá eitthvað annað t.d. spennu, vinnufíkn eða eitthvað annað sem hendir manni út úr leiðindum daglegs lífs... ég er bara að pæla í þessu án þess að hafa nokkur svör.
Þrátt fyrir þessi leiðindi sem hafa tekið sér bólfestu á herðum mínum þá er ég ekki að borða neitt sem ég má ekki, vigta og mæli á hverjum degi og mataseðillinn hjá mér tekur örum breytingum til batnaðar.  Ég borða aldrei vondan eða litlausan mat.  Legg mikið uppúr því að fá eitthvað gott í munn og maga :-D -
Fór út að ganga um helgina,  í gær og eftir vinnu í dag.  Þegar ég strunsa þetta svona áfram þá líður mér vel og rýkur stressið úr skrokknum á mér.  Ég er líka farin að skynja umhverfið á allt annan hátt en áður, miklu mildara og fallegra og er ég í góðri sátt við Guð, menn og steina.
Á ekki von á öðru en að ég haldi fráhaldið á morgun enda búin að plana það sem ég á að borða.  Ætla síðan að loknum vinnudegi að verðlauna mig með góðu nuddi frá einni kellu sem er að fást við sama matarfráhaldið og ég ... ætla leyfa henni að vinna smá með orkubrautirnar og stíflurnar sem hafa tekið sér bólfestu þar.
Bið alla vel að lifa og njótið þessa góða sumars sem hefur heimsótt okkur í ár.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home