léttfimmtug

þriðjudagur, september 21, 2004

246-248 - Ekki auðvelt

Stundum er bara ekki auðvelt að vera til. Þarna úti eru vandamál sem elta mann uppi, gamlar syndir eða karmaaflausn eða hvað sem maður kallar það.
Maður kemst að því að það dugar víst ekki til lengdar að vera í strútsleiknum og stinga höfðinu í sandinn gagnvart óleystum málum... og nú er ég nauðbeygð til að takast á við þau og það meiðir.
Krumlan helltist yfir mig í morgun og mig verkjaði í maga, hjarta og höfuð og hver skyldi fyrsta hugsun hafa verið : Kolvetni, súkkulaði - Borða yfir óttann!!!!
Gerði ég það? Nei, eitthvað sem ég hef eignast síðustu mánuði kom í veg fyrir að ég tæki það fyrsta sem var á vegi mínum í verslunni einni hér í bæ. Höndin stöðvaðist þar sem hún teygði sig eftir glansandi súkkulaðinu og hrökk til baka að líkama mínum. Ég táraðist afþví ég átti svo bágt og ég táraðist enn meira afþví ég er svo meðvituð um fíkn mína og vanmátt gagnvart fyrsta hömlulausa bitanum... en minnug loforðana um það að ef ég bara ekki borða hömlulaust þá get ég leyst hvaða vandamál sem á mínum vegi verða.
Svo, ég greip í rassgatið á sjálfri mér og tók til við að finna plögg og pappíra sem til þarf svo ég renni nú ekki á bossann í þessum styrjaldarheimi/hvort heldur styrjaldir séu litlar eða stórar - þær meiða. Þær meiða líka ef maður er stríðsherrann.
Ég hef því ákveðið að vorkenna mér ekki heldur elda bara góðan mat, klára heimaverkefnin, fara í skólann og taka lotupróf og hananú!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home