léttfimmtug

fimmtudagur, september 16, 2004

243 - Feitt fólk - feit ég / bati = kannski hroki

Eitt hef ég lært í lífinu og af eigin reynslu - það er að reyna að fyllast ekki hroka þó svo mér gangi vel í því að drekka ekki, að koma mér úr vandamálum, sigrast á erfiðleikum og ná tökum á ofáti.
Hrokinn er ein af höfuðsyndunum og kemur manni/fólki í bobba ef undan er látið.
Tildæmis, ég er ekki hótinu betri þó svo ég hafi náð að halda fráhald og grennast síðustu mánuði, það er bara einn biti sem skilur á milli heilbrigðra matarvenja og hömlulausa ofátsins, taki ég fyrsta bitann þá get ég bókað það að kílóin hlaðast öll á mig aftur.
Þegar ég sé þjáningarsystkini mín í ofátinu þá hlakkar ekki í mér af því ég er í bata (ekki læknuð, en núverandi ástand gefur til kynna að ég sé í bata), en ég finn til samkenndar og sé sjálfa mig eins og ég var (og vona að verða ekki aftur) ... hömlulausa og í sársauka ... tala bara fyrir eigin munn en ekki annara.
Ég vona bara að ég geti gefið öðrum von um að hægt sé að breyta lífsstíl sínum og ná sætti við sjálfan sig bæði hið innra og utan ...
Það er samt varla dagur sem líður án þess að mig langi í hitt og þetta og fúlt skap gerir vart við sig þegar ég átta mig á því að mér er ekki gefinn sá munaður að borða eins og venjulegt fólk - ég er hömlulaus og á við matarfíkn að ræða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home