léttfimmtug

miðvikudagur, september 22, 2004

249 - heimavið lsasin og lærandi

Gjörsamlega búin á því eftir gærdaginn og sá mér ekki annað fært en að vera heima og halda mig í því sem Kanarnir segja "bedroom slippers" - allavega ég er í ósamstæðum náttfötum með ógreitt hárið nýbúin að borða sojapönnuköku með eplum og kanil - verð að segja að kakan var góð, skellti líka í mig einum sterkum espresso svona til að hressa mig við.
Stundum nýt ég þess að liggja upp í rúmi milli svefns og vöku, ætli ég sé aftur orðin unglingur? - í þessum milliheimi ræður maður alveg sínu lífshlaupi að því er virðist, allavega upplifi ég morguninn þannig. Ég er ein heima, enginn sem er að reka á eftir mér og ekkert nöldur. Get farið á fætur þegar ég vil og borðað þegar ég vil... verst er að raunveruleikinn slæðist þarna inn og maður verður að koma sér til verka.
Mín verk í dag eru að lesa undir sögupróf sem er í kvöld - Oh my God - ég er búin að lesa, skrifa verkefni og lesa aftur en mér finnst ekkert sitja eftir... andsk.. hafi það en kannski rifjast allt upp úr undirmeðvitundinni og ég fæ góða útkomu.
Ég er búin að undirbúa hádegismatinn og kvöldmatinn að hluta til - djöf... er þetta stundum fúlt að vera svona staðfastur, það er það sem ég hugsaði í gærkveldi: vildi að ég gæti bara tekið eitthvað fljótlegt og troðið því í mig: hummmm, þá bæti ég á mig kílóum það er víst og verð óhress með mig andlega.
Hei - er einhver sem býður sig fram til að fara í söguprófið fyrir mig?
Í dag ætla ég ekki að borða hömlulaust!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home