léttfimmtug

þriðjudagur, september 28, 2004

251 -255 - Já???!!!

Hummm... það er allt í bara fínasta lagi myndi ég segja. Ég vigta enn og mæli og mér dettur ekki í hug að víkja af þeirri leið. Rósa frænka kom í heimsókn í dag en heimsóknin kallar ekki á neina löngun í sérstakan mat!!! Jahérna, segi ég nú bara.
Ég fékk móðursýkiskast í dönskutíma í gær þegar kennarinn útdeildi einkunum úr fyrsta lotuprófi .. 9 .. ég fékk NÍU!! HAHAHAHA... Nei, ég svindlaði ekki.
Þetta er ótrúlegur andsk.. en ég er búin að fá tvö A í ensku, eina níu í íslensku og aðra tíu... þannig að á morgun hlýt ég að fá fimm í sögu því ég vissi mest lítið og skáldaði bara í eyðurnar.
Á föstudaginn ætla ég að skella mér með fyrirtækinu sem ég vinn hjá til London í árshátíðarferð. Ný vigt fær að koma með því ég ætla að kaupa mér eina nettari svo ekki beri eins mikið á því þegar ég vigta matinn. Það verður spennandi að vita hvernig til tekst. Maður er ekki með mjög mikla reynslu af ferðalögum og vigtun.
Verð að viðurkenna að ég keyri mig dálítið áfram á extra-tyggjói og diet drykkjum þegar mig vantar eitthvað - ekki gott ég veit það!! en mér líður betur þannig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home