256-261 - London
Þá er ég komin heim frá London með smá vott af hálsbólgu. Ég er þreytt, ótrúlega þreytt en ánægð með ferðina. Mér fannst London fín og hún gleypti mig ekki eins og í fyrsta skiptið þegar ég var átján ára.
Ég vigtaði og mældi í ferðinni og Vigt-orían mín litla átti sinn samastað í töskunni minni. En þetta var erfitt og það munaði mjóu að ég bara hreinlega hætti... svipurinn á sumum þegar ég pantaði - 100gr kjöt, 200/300 gr soðið eða steikt grænmeti og 200 gr hrátt 15/30gr fita - nei, ekki "potatoes", nei, ekki "corn" - nei, ekki "croutons" - nei, nei, nei...
Skemmtilegastir voru indversku veitingastaðirnir Yes, madam, of course, madam... en mér til mikillar ánægju þá fékk ég allt sem ég vildi - are you happy madam??? og góðan mat.
Við borðuðum sameiginlegan árshátíðarmat og var gert góðlátlegt stólpagrín að mér - og hún vigtar og mælir, jafnvel líka servíettuna sína.
Ég vigtaði og mældi á flottum veitingastað á hóteli, á indverskum veitingstöðum, einni krá og flottum ítölskum veitingastað á flugvellinum. Ég drakk bara kaffið í flugvélinni og borðaði mitt nesti þar.
Úff, þetta var töff en nú veit ég að ég get gert þetta hvar sem er í heiminum.
Töluvert fyndið var líka í gær þegar indverski þjónninn spurði : how fat where you maddam??? And has your health improved since you have been W&M ??? Hann hafði einu sinni áður fengið viðskiptavin með sömu þarfir.
Enska kráin sýndi mér pirring en ákváðu samt að ég væri kúnninn og létu mig hafa það sem ég vildi, til allrar lukku þá var ég með hveitikímköku á mér sem reddaði löglegu magni.
Það er yndislegt að geta án vandræða keypt sér föt no. 12 - við erum að tala um enska tólfið en ég er komin í 10 í evrópsku stöðlunum. Ég er ekki lengur föst í fötum sem eru nógu víð en alltof ermalöng eða síð.
Samstarfsmenn hvísluðu að mér að þeir væru stoltir afþví hvað ég væri staðföst og vildu að þeir ættu eitthvað af staðfestunni... humm, ættu að vita hvað það er bara stutt í að gefa eftir og að maður þarf að fresta fyrsta hömlulausa bitanum í eina mínútu í senn.
En hér ég ég, aftur komin til vinnu með háslbólgu og sársvöng - MIG LANGAR Í SÚKKULAÐI
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home