léttfimmtug

miðvikudagur, október 06, 2004

262-263- Bévítans flensan

Óttalega er það pirrandi að vera með kvef ofan í háls og nefrennsli, en ekki það mikið veikur að það sé hægt að vera heima í bólinu. Vinnan kallar og maður sinnir skyldunni, annað en áður var þegar bein og hold voru ung og hugurinn ótaminn.
Gjarnan vildi ég liggja heima með hátt undir höfði, góða bók og Nóa Konfekt.. draumur hverrar miðaldra dömu ekki satt.
Freistandi er líka kakóbollinn ásamt ristuðu brauði, smjöri, osti og marmelaði og það mikið af því. Þessar hugrenningar mega samt aðeins vera draumar sem aldrei verða að veruleika.
Ég reyni að drekka eins mikið af vatni og ég get. Það má segja að ég ofnoti kaffið þessa stundina því það hressir mig við eitt augnablik.
Í kvöld fer ég í skólann klukkan sex og ætti ég þá að fá niðurstöðurnar úr sögu prófinu sem var fyrir tveimur vikum síðan ... óóó, ég hef ekki gert neina heimavinnu síðustu viku og ég smá óróleg því nú fara að hellast yfir mann aftur próf og enn meiri próf.
Allt þetta kallar á þörfina fyrir að borða, grípa í eitthvað sem róar mann niður en ég er staðföst og held áfram að vigta og mæla.
Nú um helgina á að halda í Skorradalinn, eitthvað um tíu til tólf GS konur sem ætla að eyða tíma saman í að byggja sig upp í fráhaldi. Sumar búnar að missa allt að fimmtíu kílóum og aðrar milli tuttugu og þrjátíu kílóum. Þetta verður spennandi og gaman að skiptast á að elda og ég ætla að taka það að mér að fara í gegnum mínar uppskriftir - kolvetnasnauðir réttir - hef ákveðið að hafa gaman af ef flensan stoppar mig ekki af.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home