léttfimmtug

sunnudagur, október 10, 2004

264-267 - Skorradalur

Þá er ég komin heim úr Skorradal. Þvílík haustfegurð þarna uppfrá eða innfrá.
Var mjög fegin að ég fór þrátt fyrir að vera hundveik, sem ég er í raun enn en aðeins skárri.

Það voru þrettán dömur sem voru þarna, sumar þykkar og aðrar þvengmjóar. Þyngdartapið hjá einstaklinum var þetta frá 0kg (nýliðar) og upp í 50kg.

Það var eldað og eldað og eldað og mikið borðað og er maður enn stútfullur af góðgætum. Verst að þeir sem eru ekki inn í þessu kerfi gera sér ekki grein fyrir öllum þeim mat sem borðaður er.

Við héldum okkar fundi og höfðum kvöldvöku. Það var farið í göngutúra og í sund niður í Borgarnes. Mikil hlátrasköll voru um víðan völl og flestar mjög léttar í lund. Eitt er víst að ég fer aftur svona ferð á næsta sumri eða hausti. Svo vil ég taka það fram að maturinn er einstaklega góður og meira að segja borðaðar franskar rófur og eru þær ekkert síðri en franskar kartöflur.

Nú er bara að koma sér í gír og læra fyrir skriflegt dönskupróf á morgun - á ekki von á góðu þar, hef ekki lært í rúma viku og er á eftir - en held að ég komist í gegnum stöffið á kannsi 5 í einkun, ef Guð og vitsmunir leyfa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home