léttfimmtug

þriðjudagur, október 12, 2004

268-269 / Ójá, flensan á sínum stað

Get ekki sagt að ég sé orðin alveg heil heilsu. Er voða þreytt greyið atarna, en ekki það mikið að réttlæting finnist til þess að húka heima undir heitri sæng.

Svengdin lætur ekki á sér kræla og má ég kalla mig heppna með að geta klárað hvern dag án þess að falla í ólögleg kolvetni eða ofát...!!! skil bara ekki hvaða andi kom yfir mig fyrir nokkrum mánuðum, ætla ekki að reyna að skilja það - vera bara ánægð.

Í morgun stalst ég á vigtina - hef að vísu gert það undanfarna daga (skamm skamm) og rokkar hún eins og hjá ykkur hinum, til sönnunar um að það er aðeins ein tala sem skiptir máli, talan sem tekin er með mánaðar millibili. Þessi vigtarárátta er sönnun þess að enn er maður fastur í þyngdinni og öllum þeim hugsunum sem þar fylgja. Ég taldi mér trú um að ég væri með bjúg - bjúg!!! afhverju? jú, ég er þreytt, langvarandi þreytt. Ekki afþví að ég er með börn og bú, en ég er að vísu útivinnandi og í kvöldnámi með strembnu heimanámi, sem ég er næstum að koksa á. Já, hér má skynja sjálfsvorkun - aumingja ég, fimmtug og ekki enn búin að klára stúdentinn!!! ég gæti rassskellt sjálfa mig fyrir að hafa verið svona tætt á yngri árum og ekki séð almennilega fyrir námi mínu þá, en ok, núna ætla ég að reyna að klára svo ég geti gert skemmtilega hluti þegar ég er orðin stór.

Mig svíður smá í munnvikin, nýbúin að borða hakk steikt í eggaldin pestó, tómatpure, carb low barbQ sósu, cyenne pepper og kjötkrafi... gulrófur og gulrætur í taco sósu og grænmetiskrati og smátt söxuðu grænmeti (paprikka, laukur, tómatur og sólþurrkaðir tómatar) í kvöldmat. Nammi namm, og ég pakksödd en ekki bumbult.

Þessar frönsku rófur - bara sjóða eins og venjulega en ekki of meyrar, skera þær niður eins og franskar og steikja annaðhvort í djúpsteikingapotti eða á pönnu - krefst góðs magns olíiu en fitan er ekki að fita mig, skrýtið ekki satt. Það virðist vera Kolvetnin plús fita plús prótein sem fita.

Off I go to school - of mice and men tonight it will be

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home