léttfimmtug

föstudagur, október 15, 2004

270-272 / Of mikið að gera

Það má nú segja það, of mikið að gera og maður orðin eins og hauslaus hæna sem hleypur í hringi. Vildi að ég hefði orku æskunnar og vit ára minna!!! Hvað er ég að segja, ég held ég hafi ekki haft þá orku hér áður fyrr sem ég hef í dag, er tuttugu sinnum hressari en fyrir tuttugu árum síðan þegar maður var að byrja í ofátinu.
Fyrir langa löngu síðan var grönn stúlka sem hafði allt til brunns að bera, nema að hún var með mjög lágt sjálfsmat. Hún var feimin meðal fólks en leyndi því með stóru og sveiflugjörnu skapi. Stúlkan hafði af slysni lært að kolvetni slógu á einmanaleik hennar og kvíðatilfinningu og byrjaði að nota þau óspart. Hvert súkkulaðistykkið af fætur öðru lentu uppí munni hennar, ofan í maga, utan á maga og læri. Áður en hún vissi var hún orðin fangi í ofáti, vanlíðan og lifði í þokukenndri veröld. Átið var búið að ræna hana orku sinni og leit hún út eins og lufsulegur útbólginn koddi. Henni leið eins og að lífið myndi aldrei verða skínandi tært og skemmtilegt.
Árin liðu og vanmátturinn varð meiri og meiri, sjúkdómar fóru að herja á hana og það komu þau augnablik að hjartað hamaðist í kolvetnasjokki ótt og títt og komið að því að bresta. Blóðþrýstingurinn hækkaði og suðið í eyranu magnaðist. Hana verkjaði í hné, mjaðmir og ökla og mæddist við hver fótspor sem hún tók. Lífið var farið að verða henni kvöl.
Það var svo einn góðan veðurdag að hún sá koma aðsvífandi prins á hvítum hesti, hann bar með sér lausnina að nýju lífi!!! og í hverju var lausnin fólgin? Jú, hún var fólgin í uppgjöf og viðurkenningu á vanmætti gagnvart hömlulausu ofáti. Viljinn til að lifa vaknaði í brjósti hennar aftur og hún tók við að vigta og mæla og hefur gert það í tæpa níu mánuði.
Á þessum mánuðum eru farin rúmlega tuttuguogtvö kílo og fatastærðin komin niður í þrjátíu og átta. Blóðþrýstingurinn hefur lækkað, svefninn batnað, kvíðinn farinn og lundin orðin léttari.
Það er á hverjum degi samt að ég verð að minna mig á að ef ég fer til baka í fyrsta bitann þá er líklegt að ofátið fari af stað á fullt aftur. Minnug þess hvernig mér leið fyrir átjánda janúar s.l. og muninn hvernig mér líður nú.
Held áfram að vigta og mæla á hverjum degi:
MM
400gr AB mjólk
1 epli
HM
Hveitikímkaka úr 30gr hveitikími
100gr hakk steikt með pestói, tomatpaste, kjúklingakrafti, basilikum og pipar
60gr Taco sósa hot
140gr blandað salat
15 gr majones
Ég hita aðeins hveitikímskökuna í micro (1min) set salatið ofan á, blanda majó og salsa sósu saman við kjöti sem ég hita í örbylgjuofni í 2min 0g set ofan á salatið. Útkoman er góð tortilla.
KM
100 gr kjúklingur
300gr gulrætur og rófa smátt skorin og soðin í saltvatni
100 gr sósa úr Taco sósu, tómatpuré, basilicum pastasósu, kjúklingakrafti, lauk, paprikku, hvítlauk og sítrónupipar
100 gr blandað salat
30 gr fita (notaði það sem ég steikti sósuna og kjúklinginn upp úr)
En ég er samt smá ponsu svöng - á svo stutt í kjörþyngd að líkaminn er farinn að kalla á meiri mat. Þar sem ég er 159cm á hæð þá er ég að spekulera hvort ég eigi ekki að stoppa við 61kg - verð líka að taka mið af aldri, ekki er gott að vera of toginn í útliti.
Hei, ég fann bacon kæfu frá Ali - hún er leyfileg í mínum kúr. Hlakka til að fá mér hveitikímsköku á morgun með henni og malakoffi.




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home