léttfimmtug

sunnudagur, október 17, 2004

273-274 / próflestur

Í gærkveldi fór ég í fimmtugs afmæli. Ég var búin að hringja í afmælisbarnið nokkrum dögum áður og viðra það við hann hvort það myndi særa hann ef ég kæmi með mitt eigið "backup" ef svo skyldi bera við að ekki væri nægilegt grænmeti fyrir mig. Ekkert mál, svo ég mætti með mína vigt og mitt grænmeti, en lambið fékk ég þarna í veislunni.

Ég er alltaf að upplifa meira og meira frelsi varðandi þessa sérvisku mína, svo Guðslifandi fegin að þurfa ekki að borða til að þóknast fólki. Að koma heim að loknu boði ánægð með að vera ekki pakksödd, bumbult og með slæma samvisku yfir að hafa eina ferðina enn að hafa farið yfir strikið.
Get alveg sagt það heiðarlega: miðað við þessa nettu skammta sem voru í gær þá hefði ég þurft að koma við í sjoppu til að fá meiri mat, því fíknin hefði verið á fullu hjá mér - ég hefði beðið eftir því að maki minn væri sofnaður og síðan lagst á beit í búr- og ísskápnum. En í staðin fyrir það þá borðaði ég:

200 gr blandað salat
20gr majones og sítrónu safi, salt og pipar (alveg ágætt svona)
100 gr lambafillet
300 gr mix rófur, gulrætur, paprikka og laukur svissað í pestósósu
2 bolla af kaffi

Ég stóð semsagt upp frá borðum södd og ánægð með að hafa haldið fráhaldið í enn einn daginn.

Á morgun er svo vigtunardagur - og í dag er bókalestur því það eru framundan fjögur próf í næstu viku, og hana nú segi ég nú bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home