léttfimmtug

miðvikudagur, október 20, 2004

276-277 / prófdagur

Hér sit ég og er að reyna að troða heillri miðöld inn í hausinn á mér rétt fyrir próf. Mig langar einna helst að troða munn og maga fullan af kolvetnum, svo ég hætti að finna fyrir þessari vanmetakennd. Ég næ ekki samhengi á milli orsaka og afleiðingu í þeirri mannkyns- og Íslandssögu, sem ég er að lesa. Hausinn á mér er eins og sigti, sem strax skilur út stærstum hluta þess, sem ég les. Og prófið er eftir klukkutíma. Ands... að vera búin að taka þessa ákvörðun fyrir mánuðum síðan að borða ekki hvað sem á gengur, og allra síst í gegnum prófkvíða.

Ég borða bara þrjár vigtaðar og mældar máltíðir og ekkert á milli mála nema tyggjó. Ég er búin með tvo pakka nú þegar og ætla að "éta" meira tyggjó og fá mér diet gos að drekka. Ekki bara hálfan líter, nei, ég ætla að stúta heilum lítra af diet gosi og heilum lítra af Egils kristal!!!

Magna Carta, Rósarstríð, Ásbirningar, Gissur Þorvaldsson, Djengis Kahn, Valdimar atterdag!!! og margt fleira sem þessi rósótta og skrautlega bók staðreynda geymir. ARGGGGGGGG - en ég bað um þetta sjálf, vil læra meira og meira og verð að hafa fyrir því.

Ég verð bara að sætta mig við að vera orðin hálfrar aldar gömul. Slugsa eins og unglingur, en geta þó ekki troðið í mig öllum þeim upplýsingum, sem til þurfa á hálfum degi, eins og ég gerði þegar ég var á unglingsaldri!!! Ef ég næ fimm í sögu, then so it be!!! Einbeiti mér frekar að íslensku ritgerðinni, sem er úrdráttur úr Elsku Mío minn eftir Astrid Lindgren, og fyrirlestri úr henni á morgun. Síðar annað kvöld er skriflegt prófi á ensku úr Mýs og menn eftir John Steinbeck. Einhvernveginn á ég auðveldara með þau fög en þurrbókarlestur miðaldanna. Leiðinlegt og fúlt, en það má venja sig á það eins og á framandi mat, sem síðar verður góður og ómissandi.

Annars, gengur allt hitt bara sinn vanagang. Ég vigta enn og mæli og ímynda mér að þetta sé bara fínt svona í dag. Ég er þó farin að verða svengri en áður, og segir það mér að kjörþyngdin er að nálgast, enda held ég að sundlaugarvigtin segi 65kg í stað þessarar heima sem segir 66.8 kg.

OK, ég ætla að gera síðustu tilraun til þess að lesa og fara svo í prófið, krossa fingur og vona hið besta.

Kveðja
Ein í græðgisham

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home