léttfimmtug

fimmtudagur, október 28, 2004

284-285 / Það haustar að

Mér fannst mjög gott að fá mér að borða í gærkveldi. Var og er orðin frekar svöng, sem segir mér að kjörþyngdin er á næsta leiti. ´

Rósa frænka er í heimsókn, en sú heimsókn kallar ekkert á sætindi eða sukk. Ég blæs að vísu að út og fæ bjúg af öllu þessu blóðtapi. Mætti líka á þessum tímapunkti vera dulegri við vatnsdrykkjuna, en hún situr á hakanum. Nenni varla að standa upp og ná mér í vökvann.

Stelpurnar í vinnunni eru farnar að spekúlera í jólamatnum, og ein þeirra spurði mig hvort ég gæti borðað sósuna með hamborgarahryggnum!!!! Nei, ég borða bara kalda sósu eða eitthvað annað sem fellur vel að reyktu kjötinu. Á frekar von á því að geta haldið þetta fráhald mitt þá og býst við að vera komin í kjörþyngd rétt fyrir jólin.

Ég bjó til sósu úr pestói, tomato tapenade og cherry wine tomatsósu, grænmetiskrafti, salti og pipar. Sauð gulrætur og rófur, skar þær smátt niður og blandaði saman við sósuna - nammi namm - en ég horfði samt smá öfundaraugum á pasta eiginmannsins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home