léttfimmtug

föstudagur, október 29, 2004

286 - Eftir grenningu

Var búin að skrifa heljarinnar póst fyrr í morgun og hann týndist. Reyni aftur.

Þegar grenningu er náð þá bætist á mann bæði prótein, fita og ávextir. Maður þreifar sig svo áfram þar til maður finnur þann matarskammt sem hentar manni til að viðhalda kjörþyngd.

Maður heldur áfram að vigta og mæla sínar þrjár máltíðir á dag, ekkert á milli mála. Þannig að draumurinn um hin og þessi kolvetnin mun ekki rætast, nema maður vilji fitna aftur. Það er víst reynsla flestra sem hafa lést um tugi kílóa, að ef maður ekki passar sig áfram þá koma þau einn, tveir og þrír. Mín eigin reynsla er sú að eftir hvert átakið þyngdist ég meira en ég léttist.

Ég veit innst inni að ég hef hitt á það matarræði sem hentar mér. Veit samt líka að það eiga eftir að mæta mér freistingar, og þá er bara að muna hvernig mér leið feitri og veikri.

það er æðislegt að vera orðin grönn. Framkoma fólks hefur breyst gagnvart mér, viðhorf mitt gagnvart sjálfri mér hefur breyst. Þegar maður hættir að borða yfir tilfinningar þá breytist svo margt til batnaðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home