léttfimmtug

sunnudagur, október 31, 2004

287-288 / Svengd

Ég er farin að verða svengri á milli mála núorðið. Mig dreymir líka orðið svindl drauma um mat. Ég skólfa í mig kolvetnum sem ekki má og segi svo við sjálfa mig (í draumnum) að enginn þurfi að vita nokkuð um átið mitt. Fortíðin semsagt bankar upp til að minna mig á að ég þarf alltaf að passa það sem ég læt upp í mig.

Tengdaforeldrarnir eru hjá okkur núna, alltaf jafn gaman að fá þau. Þau auðvitað gátu ekki orða bundist yfir því hvað daman hefur rýrnað. Viðurkenni að það er gott að fá hólið. Það er sko ekkert mál að hafa fólk í mat og elda minn fráhaldsmat og svo kartöflur eða hrísgrjón handa þeim, sósur og jafnvel kaupa ostaköku í eftirrétt. Mínir nánustu eru ekki að ýta að mér mat sem ég vil ekki borða og bera virðingu fyrir ákvörðun minni um breyttan lífstíl.

Í gær fór ég í pottakynningu og þar hitti ég fyrir unga konu sem var nýbúin að fara í magaminnkun og framhjátengingu og hafði lést um 45kg og átti hún alveg örugglega ca. 30kg eftir. Hún sagði mér frá því að á spítalanum hafði verið með henni önnur kona, sem strax á þriðja degi fór niður í sjoppu og keypti sér prins pólo og coke - segjum svo að ofátið sé ekki fíkn sem ekki er alltaf hægt að stjórna. Mér finnst alveg hræðilegt að fólk leggi á sig svona erfiða aðgerð en nái svo ekki að stjórna hömluleysinu. Minnir mig bara á að þetta er líka andlegur sjúkdómur sem maður verður að halda í skefjum.

Það hlýtur að vera erfitt að langa í mat en geta ekki líkamlega leyft sér það. Einnig sagði hún mér að ef fólk færi að skófla í sig sætindum þá fitnaði það aftur. Fita semsagt skilar sér niður meltingarveginn, en kolvetnin og sykurinn fer út í blóðrásina og fólk fitnar.

Í dag er ég semsagt minnt á það hvað það er að vera svangur og ég þarf að fresta fyrsta hömlulausa bitanum hvað eftir annað, en það er líka bara í lagi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home