léttfimmtug

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

289-291 / Rosa hamingja

Ég er svo happy, ó, svo happy - ég sá litlu krílin mín í dag og sú þriggja ára stafaði BROS af bol sem ég gaf henni!!! genin mín eru svo gáfuð :-) hihihi.. og litli ljúfurinn níu mánaða svo sætur og bláeygður.

Hlutirnir eru að ganga þokkalega upp í mínu lífi t.d. var samið um að ég myndi halda áfram starfi mínu á sömu kjörum og ég samdi um fyrir tveimur árum síðan, nokk gott það finnst mér. Ég fékk líka hrós fyrir það að ekki aðeins blómstraði ég líkamlega, heldur er ég miklu betri í umgengni, detta mér allar dauðar lýs!!!! Jú, það er satt, ég er allt önnur í umgengni síðan ég hætti í þessu ofáti mínu, afþví mér líður betur.

Maður á að standa með sjálfum sér og það hefði ég viljað uppgötva fyrr, en aldrei er of seint að læra nýja siði. Ekki láta aðstæður eða fólk hrekja sig í óheilbrigðan lífstíl með því að kýla sig út af mat, sem fyllir mann bara af sektarkennd. Ég bið minn æðri mátt að minna mig á það reglulega að sætindin og átið fylla mig eingöngu af sekt og vanlíðan.

En, dömur!!! Ég er svöng og fæ ekki nóg að borða. Maturinn er góður, hver einasta máltíð, en maginn vill meira, meira, meira. Ætla samt ekki að gefa eftir, því það eru bara fjögur kíló í þá þyngd sem ég vil vera í. Tveir mánuðir til viðbótar og ég get farið að borða meira. Kannski þá get ég farið að laga kolvetnislausan ís sem ég get nartað í um helgar og á hátíðisdögum.

Í dag borðaði ég:
400 gr AB mjólk
1 epli

30 gr kímkaka - tortilla
100 gr smátt skornar SS pylsur
50 gr taco sósa
15 gr majones
150 gr blandað salat
Úr þessu varð hin fína Tortilla kaka.

100 gr sérlagað svínahakk
150 gr blandað salat
30 gr heimalöguð salatsósa úr majonesi, eplaediki, xylitoli og sítrónupipar
275 gr rófur
50 gr steiktur laukur
25 gr Low Carb tómatsósa frá Heinz (fæst í heilsuhorninu í Hagkaupum)

Namm, namm, namm - síðan er ég núna að drekka epla-kanil te.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home