léttfimmtug

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

292-298 / Og það gengur á

Það hefur ýmislegt gengið á síðust daga. Ég er örþreytt og með í maga. Svaf lítið síðust nótt. Það lofaði víst engin manni rósagarði á þyrna. Núna stinga þyrnarnir mig smá, en það er ekki farið að blæða.

Undir svona kringumstæðum, er mjög freistandi að falla. Læðast út í sjoppu þegar enginn sér til og skella í sig nokkrum súkkulaði stykkjum. Eða taka upp á því að halda við ís- og búrskápinn og leggjast hreinlega í skúffur og hillur. Andsk... hafi að ég gefist upp fyrir smá mótlæti og eyðileggji árangur síðustu mánuða.

Dömur, ég semsagt vigta og mæli mínar máltíðir, plana næsta dag, fæ mér ekki á milli mála nema diet gos og læt mig hafa það að plokka þyrnana úr ímynduðum sárum.

Kallinn er að fá sér eina Dominos pizzu og kjúklinga combo, ég fékk mér hveitikímköku (tortillu) með taco sósu, grænmeti, grænmetissósu og 2 eggjum. Síðan ætla ég að detta í diet kókið og horfa á digital sjónvarp í kvöld - ætla að skrópa í skólanum í kvöld, en það er í lagi, les bara söguna og glósa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home