léttfimmtug

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

299-305 / Dásamlegt vetrarveður

Það er dásamlegt veðrið, sérstaklega þegar maður horfir út um gluggann. Það grípur mann löngun að vera heima með góða bók, heitan súkkulaðibolla og ristað brauð með osti. Á svona dögum á kyrrð að vera bæði í sál og líkama, en það er víst gamall raunveruleiki. Maður drífur sig á fætur í skammdeginu, borðar sinn vigtaða morgunverð, klæðir sig í úlpu og dregur hettuna fram á andlitið.

Á morgun er vigtunardagur, og á ég vona á því að kíló fari þennan mánuð. Er ánægð með það enda þyngdin að nálgast "kjörþyngdina".

Ég finn fyrir ákveðinni óþolinmæði, ég vil fara að klára þetta svo ég geti bætt á mig mat. Nenni ekki að standa í léttun í kannski tvo til þrjá mánuði til viðbótar. En, ahhh, ég verð að taka í rassgatið á sjálfri mér (dálítið erfitt að vísu) og minna mig á hvar ég var stödd og hvar ég er í dag, svo smá tími til viðbótar er ekki eins og heil eilífð.


Í dag held ég áfram að vigta og mæla þrjár máltíðir, og fráhaldið er enn það mikilvægasta í lífi mínu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home