léttfimmtug

föstudagur, desember 31, 2004

345-348 / árið á enda

Nú er árið næstum á enda. Hálfur dagur eftir og sjáið veðrið :-) hvítt yfir, rok og blautur snjór. Ég hlakka til að liggja í leti, skoða blöðin og fara yfir farin veg. Ég er ánægð þegar ég lít yfir liðið ár, ekki bara vegna þyngdartaps heldur vegna þess að mér líður svo miklu betur andlega og líkamlega heldur en til fjöldamargra ára.

Ég var í fráhaldi yfir jólin og ætla mér að vera í fráhaldi í dag og á morgun, svo er ætlun mín að skjóta upp flugelda þann 17. jan en þá er gamlárskvöld í mínu fráhaldi og hefst ár númer tvö þann 18. jan n.k.

Fram að þessu þá hef ég losnað við 24.7kg og er orðin ca. 64kg - það eru bara nokkur kíló í kjörþyngd skv. mínum skilningi, en læknisfræðilega er ég búin að ná kjörþyngdinni. Ég fer í tékk í Hjartavernd þann 6. jan, en fyrir ári síðan þá var ég komin með verulega kólestrólhækkun, mjög háan blóðþrýsting og hjartsláttartruflanir. Fyrir þessum einkennum hef ég nánast ekkert fundið fyrir síðan ég byrjaði mitt fráhald.

Í gær fór ég í fertugsæfmæli hjá vinkonu minni, þar hitt ég fyrir þó nokkuð marga kunningja sem ég hef ekki séð í þó nokkuð langan tíma. Andlitið datt af sumum því þeir hafa bara séð mig feita (159.5cm og 89.3kg er frekar feitt) - og var ég yfirheyrð stranglega :-).

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir árið sem er að líða og vona að allar komi tvíelfdar til baka á nýju ári, fullar af krafti í fráhaldi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home