léttfimmtug

miðvikudagur, desember 15, 2004

330-333 / hoppandi hamingja

Hipp hipp húrrah - ég náði öllum prófunum og meira segja með mjög góðum einkunum, og það allra besta ég náði sögunni sem ég hélt að ég myndi örugglega falla í - ohohohoho, og hvað haldið þið? Jú, einmitt, fyrsta hugsun var að verðlauna sig með súkkulaði. OK, skynsemin hafði betur og ég fékk mér Kristal í munn og góðan mat þegar ég kom heim.

Í morgun byrjaði ég í einkaþjálfun (réttara sagt 11 manns í hóp hjá tveimur þjálfurum)... úlllallla. En allavega, daman sem þjálfar mig er sex barna móðir, 38 ára gömul með rennisléttan maga og kúlurass. Hennar mat, jú, ég get náð flötum maga og stinnum rass þrátt fyrir aldurinn :-) YES...

Þetta er bara mjög gaman og hrópandi hamingja í neyslumesta mánuði ársins.

Ég er 24% fita og á skv. henni bara 4kg í kjörþyngd ... og fitan er orðin það laus að hún brotnar vel í burtu ??? hvað svo sem það þýðir.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home