léttfimmtug

laugardagur, desember 11, 2004

324-329 / prófin búin

Þá eru prófin búin - ég las heilar 200 blaðsíður kvöldið áður en ég fór í söguprófið og mér gekk sannarlega ekki vel í prófinu, býst frekar við að hafa ekki náð því. En verði það sem verða vill. Það er of mikið fyrir mig að vera fjögur kvöld í viku í skóla með fullri vinnu og í fráhaldi, sem krefst í raun mjög mikillar vinnu og skipulagningar.

Það var spennufall í gær og ég varð einhvernvegin mjög þreytt og döpur, hugurinn hvarflaði beint í mat og vildi ég kýla mig út á bara einhverju. Ég lét ekki verða af því.

Nú er bara að byrja á því að klára að kaupa síðustu jólagjöfina sem á að fara til útlanda. Halda áfram að þrífa en ég kláraði eitt herbergi í gær, versla inn jólakort og skrifa þau. Skoða hvort ég eigi að baka fyrir karlinn.

Svo þarf ég að búa til "slys" fyrir vinnuna, en ég á fimmtíuogeins árs afmæli á mánudag og þá er venjan að koma með kökur í vinnuna - mitt slys er marens í þeyttum rjóma og kókosbollum, með fullt af súkkulaðirúsínum og brytjuðum ávöxtum ofan á - ekki fyrir mig heldur vinnufélagana.

Síðan ætla ég að snökta smá af gleði yfir því að mega á nýbyrjuðum sextugsaldri hafa fundið heilbrigði og betri lífstíl - ég lít betur út í dag en ég gerði fertug.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home