léttfimmtug

sunnudagur, nóvember 28, 2004

310-316 / Enn á lífi

Dagarnir líða hratt og áður en maður veit þá er aðventan og jólin búin. Fyrir margar okkur er þessi tími barátta við freistingar. Matardjöfullinn er allstaðar. Jólahlaðborð, jólaboð, kökur og tertur.

Ég er búin að fara í mitt fyrsta litla jólahlaðborð "Hereford Steakhouse" - elskulegur kokkur með útlendan hreim tók niður mína pöntun og vigtaði og mældi kjöt og grænmeti - namm - að vísu þurfti ég að senda salatið til baka, þar sem vínber leyndust inn á milli. Þegar ég svo fékk soðna grænmeti og steikina, þá voru þarna á víð á dreif "baby" maískorn... þau eru ekki á mínum lista og fóru sömu leið til baka og fékk ég nýtt soðið grænmeti. Ég tek ofan hattinn fyrir þjónustunni þarna, ekki ein einasta augngota eða pirringur vegna vesensins í mér, ég var bara spurð: Atkins frú? Nei, ekki Atkins, en svipað. Allavega, ég var ánægð og fór södd heim. Ég reyndi að horfa ekki mikið á Ris A´la Mande, súkklulaði frauð og annað mjúkmeti sem þarna var.

Um næstu helgi eru tvö jólahlaðborð, Hótel Loftleiðir ætla að vigta og mæla fyrir mig, en ég á enn eftir að ná í Skíðaskálann og geri það á morgun.

Nú eru próf hjá mér, lokaprófin. Mér tókst það vel upp með vetrareinkun að ná 9.5 í Íslensku, 7.5 í sögu, 8.5 í dönsku og 9 í ensku. Þessar einkanir duga 50% ef ég næ lágmarki 4.5 í lokaprófunum!!!! Eins gott og það náist. Ég er ekkert sérlega stressuð, enda er ég bara að þessu að gamni mínu. Söguna hef ég ekki lesið og þarf ég aðeins að liggja í henni næstu viku, enskan er OK, íslensk málfræði!!! hana skil ég ekki en stauta mig vafalaust í gegnum hana. Danska!!! jahérna, ég er allvega ekki alslæm í henni.

Þrátt fyrir heimsókn Rósu þá hef ég ekki löngun í sælgæti, ég er orðin eins og vaninn hundur, geri það sem mér er sagt að gera og árangurinn sýnir sig í grennri líkama.

Fór í afmælisveislu í gær í nýjum kjól og skóm og tók mig vel út - fólk þekkti mig ekki aftur nema bara af gleraugunum. Einnig í Kringlunni misstu frænkur mínar andlitið þegar þær föttuðu að þetta var ég sem var að tala við þær.

Nújá, læt þetta dug - vona að allar séu í góðu skapi þrátt fyrir freistingar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home