léttfimmtug

fimmtudagur, desember 02, 2004

317-320 / Ótrúlegt en satt

Já, ótrúlegt en satt. Jóla, jóla er ekki að stressa mig eða trufla. Ekki heldur prófstressið. Ég veit satt að segja ekki hvað hefur gerst með mig þetta árið varðandi mataráráttuna, það er eins og ég hafi hreinlega verið slegin heilögum anda, það er ekkert sem fær mig til að narta í sælgæti eða kökur. Segi ekki að hugsuninni slái ekki niður, en einhvernveginn þá er fráhaldið það mikilvægasta hjá mér.

Á morgun er ég að fara í jólahlaðborð, búin að panta sérmat fyrir mig. Sama á við laugardaginn, þá fer ég líka í jólahlaðborð, búin að senda tölvupóst á kokkinn varðandi hvernig minn matur á að vera. Þetta hljómar líkt og hjá brjálæðingi, en þá verður maður að hugsa til þess að maður er átvagl og að sumar matartegundir koma af stað hjá "mér" - tala alltaf bara um mig - fíkn í meira og meira. Þannig hefur mitt ferli verið frá 25 ára aldri, megrun, fitna, megrun, fitna meira, megrun, fitna enn meira... lélegt sjálfsmat, ennþá lægra sjálfsmat. Verri heilsa, andlega og líkamlega.

Það sem af er þessu ári eru farin, tæp 25kg farin, þunglyndið farið, kvíðinn farinn, vefjagigtin farin, hjartsláttarköstin farin. Það sem komið hefur í staðin, meiri glaðværð, rólegra skap, minni paranoia, vaxandi kynhvöt (úps, hjá fimmtugri konu), finnst ég vera skvísa og lífsgleði.

Alltaf þegar matarlöngun hellist yfir mig, þá hugsa ég, vil ég skipta aftur yfir í gamla farið!!!! Nei, nei, nei, ég kæri mig ekki um alla vanlíðanina í staðin fyrir súkkulaðimola eða annað..

Ég er samt alltaf að verða duglegri að búa mér til þannig mat sem gerir mig ánægða, hver máltíð er blessun og nærandi, og oftast stend ég upp frá borðum þakklát fyrir mitt daglega brauð.

Jólin hjá mér verða, 15-20 manns í mat á aðfangadag og verður að sjá fyrir þörfum allra, það verður hollt og gott á boðstólum ásamt gúmmulaði fyrir þá sem ekki þurfa að passa sig. Ég elda bæði gamalt og nýtt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home