léttfimmtug

sunnudagur, desember 05, 2004

321-323 - Jólahlaðborðin búin í bili

Þá er það yfirstaðið - blessuð jólahlaðborðin, drekkhlaðin mat og drykkjum. Þvílík náð að vera í fráhaldi, segi ég nú bara, þegar ég heyri fólk barma sér af magaverkjum og uppþembu. Ég sjálf er blessunarlega laus við of mikið álag á magann, en einhvernveginn hefur mér tekist að ná mér í góðan hausverk og stífar axlir. Mér dettur einna helst í hug að ég hafi stífnað þetta upp við að taka ekki þátt í gamninu eins og aðrir. Það viðurkennist hér með að það er auðvitað erfitt að vera sér á báti með sérþarfir, hummmm....

En ég fékk frábæran mat bæði á Hótel Loftleiðum á föstudaginn og svo í Skíðaskálanum í gærkveldi, kokkarnir þar eiga heiður skilið fyrir að vilja vigta og mæla matinn minn. Úrkoman úr þessu er að daman hefur ekki þyngst um gramm, frekar má telja kíló niður til viðbótar þeim sem farin eru.

Núna vonast ég bara eftir því að ég verði dugleg við lesturinn því næsta vika er prófvika og á ég eftir að lesa töluvert og ætla mér að redda því án þess að liggja í kolvetnum.

Mikið hlakka ég til þegar þessari önn er lokið og ég get tekið við að einbeita mér að jólahreingerningu og jólainnkaupum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home