léttfimmtug

sunnudagur, janúar 02, 2005

349-350 / Nýtt ár byrjað með kuldakasti

Ég hélt fráhald um áramótin eins og ég hafði einsett mér. Ekkert erfitt en þó finn ég fyrir ákveðnum söknuði, maður er aðeins á skjön við þetta neyslusamfélag á svona hátíðardögum - hver vill vigta og mæla þegar aðrir eru með kúfaða kolvetnisdiska? Ég!! eða ég verð að trúa að það sé minn vilji að vera í lausn frá hömlulausu ofáti!!

En ég má alveg sakna gamalla neysluvenja og finna fyrir þessum ljúfsáru minningu um fyllingu sem fylgdi troðfullri bumbu og höfginni í kjölfar ofátins - í dag liggur mér einna helst við að taka eina "dísu" til að finna ekki fyrir einmanaleikanum sem fylgir frostinu og rokinu.

Já, mér hefur liðið þannig í dag, ég er einmana þegar ég horfi á kuldarlega náttúruna, ég finn fyrir tómleika í brjóstinu þegar bíllinn rennur stjórnlaus í frosnum hjólförum í miðbæ borgarinnar. Það er dimmt og það er kalt, og ég hef ekki heitan kakóbollann til að verma mig við.

Ég ætla að heita því í kvöld að vera í fráhaldi á morgun og ég bara bíð þar til sólin fer aftur að skína og geislar hennar hita upp hjartað mitt aftur - ef ég bara freista því í einn dag að taka fyrsta hömlulausa bitann, þá get ég horft framan í vorið sátt og ánægð í grönnum líkama.

2 Comments:

  • Alltaf jafn ákveðin og dugleg,í svona vetrarblús er nauðsynlegt að finna sér eitthvað gleðilegt að gera, ég er að lesa svo ansi fína bók núna, hreysti, hamingja, hugarró eftir Guðjón Bergmann, mæli hiklaust með henni þegar kuldinn geisar úti, mikil viska þar, margt að læra og svo er bókakápan bara það besta í þessu veðri, sólarlag að sumri á Íslandi - yljar manni um hjartarrætur.

    By Blogger Sigríður Hjördís, at 3. janúar 2005 kl. 14:28  

  • Vildi að ég gæti lesið bloggið þitt :( Séríslensku stafirnir koma allir brenglaðir í tölvunni hjá mér, er ég ein um þetta? :(

    By Blogger Ágústa, at 4. janúar 2005 kl. 19:03  

Skrifa ummæli

<< Home