léttfimmtug

mánudagur, janúar 10, 2005

353-358 / köld og svöng

Brrr, mér er kalt og ég er svöng og það er ekkert sem ég get gert í því nema bíða að þetta líði hjá. Kuldann get ég klætt af mér en öllu verra er með svengdina, ég er bundin þessu loforði að vigta og mæla þrjár máltíðir á dag og ekkert þar á milli. Ég vil ná árinu sem er í næstu viku eða þriðjudaginn 18. janúar - hvað ég geri svo á eftir að koma í ljós. Kannski ákveð ég að taka mér pásu, en þá minnug þess að í gær hitti ég konu sem tók sér frí í desember og er búin að fá á sig 4kg til baka, bjúg og líkamleg óþægindi og ætlar hún að taka aftur upp þráðinn næstu mánaðarmót.

Mig langar ekki til að fitna aftur og mig langar til að viðhalda þessu góða líkam- og andlega heilbrigði sem ég hef fengið í kaupbæti við grennri líkama. Það er jafnvel bara kannski eðlilegt að finna til svengdar og löngunar í kolvetni og það mikið af þeim, en mig dreymir stóra drauma þegar ég hugsa um yfirvofandi fall mitt!!!!

Svo er ég búin að vera að drepast í vinstra brjósti, það er eins og það sé verið að rista það með rakvélarblöðum. Ákvað að kveljast ekki lengur af verkjum og ótta við að ég mér væri að ræktast krabbi og dreif mig á heilsugæsluna, útskurður: vöðvafestubólgur í mjólkurkirtlinum, gott mál, þá er ekkert að óttast nema þennan óþægilega verk þegar ég fer úr brjóstahaldinu og herlegheitin fylgja þyngdaraflinu og togast í átt að gólfi. Ég læt minn elskulega bara nudda og bera hitakrem á þetta svæði.

Byrjaði í einkaþjálfun í morgun eftir hátíðarnar: þjálfi vill að ég borði meiri prótein, en ég afþakkaði það þar sem ég hef náð grenningu og heilbrigði í mínum lífsstíl. Þarf ekki að kaupa mér rándýra próteindrykkji... vil bara vera þarna á mínum matarforsendum og fá aðstoð við að þjálfa vöðva og þol - skiptumst á skoðunum og ég stóð fast á mínu.

Nú, svo byrjar skólinn á miðvikudag þannig að ég verð önnum kafi næstu mánuði, vonandi held ég fráhald í öllu þessu brjálæði.

1 Comments:

  • Ekki gott með kuldan kella mín. Ég heyrði einhvern tíman kenningu um það af hverju konur væru með sjöl. Það átti að vera vegna þess að það væri ,,styttra" í einhver mikilvæg líffæri (ég var ekki að hlusta alveg nógu vel) hjá konum en körlum á axlarsvæðinu og þess vegna yrði konum frekar kalt á þessu svæði og þess vegna notuðu þær frekar sjöl. Þú ættir kannski að finna þér hlýtt sjal og sjá hvort það hleypir umm hitanum í þér.
    Súper S

    By Anonymous Nafnlaus, at 11. janúar 2005 kl. 09:58  

Skrifa ummæli

<< Home