léttfimmtug

föstudagur, janúar 14, 2005

359-362 / jájá

Ójá, bráðum bráðum er árið liðið hjá mér. Það er bara að þrauka fram að miðnætti á næsta mánudag. Spennt að vita hvað vigtarskömmin segir, á ekki von á að hafa þyngst en hversu mikið léttunin verður það kemur í ljós.

Ég er að drepast í skrokknum eftir ræktina, hver einn og einasti vöðvi er ómögulegur og mér líður eins og uppblásinni dúkku, sem er ofblásin og stíf. Ég bara vona að þetta séu byrjunarverkir og strengir sem hjaðni.

Svo er ég byrjuð í skólanum, þannig að mín dagstörn er orðin ansi löng, en ég ætla ekki að kvarta þar sem þetta er sjálfskapað og ég hef engan nema sjálfa mig og manninn til að hugsa um - cummon girl, keep up the good face - :-) -

Það er ótrúlega vinna að vera í fráhaldi, ég þarf að hafa fyrir því að vera orðin grönn. Ég er stundum pirruð út í fráhaldið og skammast og röfla, en kemst samt alltaf að þeirri niðurstöðu að ég vilji frekar þetta heldur en feitan og þreyttan skrokk - ég vil frekar vera 63kg eins og ég er vafalaust í dag heldur en þessi tæpu 90kg sem ég var fyrir ári síðan.. svo ég held áfram að vigta og mæla og plana matinn minn fram í tímann.

Ég borðaði góðan morgunmat:
400 gr AB mjólk
200 gr Ananas

HM
100 gr baconkæfa
Hveitikímskaka úr 45gr kími og kryddi
15 gr smjör
100 gr rauðrófur í xylitoli og eplaediki

KM
100 gr kjúklingur
300 gr rófur
200 gr laukur, paprikka, sveppir og kúrbítur í Balti karrýsósu
30 gr fita

Bráðum bráðum bráðum fer ég að fá meiri mat.

Jæja, ég ætla að reyna að fara í gott skap núna og gera eitthvað úr deginum

Ein í fráhaldi og fýlu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home