léttfimmtug

mánudagur, janúar 17, 2005

363-365 / gamlársdagur hjá mér

Ójá, nú er ég búin að borða síðustu máltíð ársins og dagarnir í fráhaldinu orðnir 365. Á morgun vigta ég mig og kem þá með nýjustu tölur.

Ég er búin að vera að sprella í ræktinni í rúma viku og fer eldsnemma á fætur til að koma mér í brennslu og svo lyftingar. Mér finnst í raun auðveldara að drífa mig framúr korter yfir sex heldur en um áttaleitið. Harðsperrur fara minnkandi og sulturinn líka, ég þarf bara mínar þrjár máltíðir á dag sem stendur.

Borðaði í dag:

400 gr AB mjólk með kanil og canderel
1 epli brytjað út í

Hveitikímköku úr
45 gr hveitikími
50 gr pepperoni
200 gr skyr
15 gr smjörvi

100 gr kjúklingapylsur
350 gr rófur, gulrætur, laukur og paprikka í kryddaðri Taco sósu
150 gr blandað salat
30 gr majones.

Nú er ég að þjóta í Menntaskólann minn að reyna við stúdentinn þrjátíu árum seinna.

Bæ dömur nær og fjær - nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei ég sukka í matmatmat ... á morgun ég vigta og mæli minn mat og skrokkurinn grennist að vana.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home