léttfimmtug

þriðjudagur, janúar 18, 2005

366 / Vigtunardagur

Það fóru 1.5kg þennan mánuðinn. Fallþungi er í dag 63.2kg og eru alls farin síðan 18. janúar 2004 26.1kg.

Ég þorði í fyrsta sinn á sunnudaginn að skoða myndir sem voru teknar af mér á Kanarí áramótin 2003-/2004 - Oh, my God - þar var á ferðinni falleg feit kona (jú, því feitar konur eru líka fallegar) en munurinn er samt mikill, sérstaklega hvað mér líður betur andlega, líkamlega og tilfinningalega.

Þótt feitt geti verið fallegt, þá eru það ýmsir sjúkdómar sem herja á mann, sérstaklega þegar komið er yfir fertugsaldurinn. Hár blóðþrýstingur, lélegt meltingarkerfi, stoðkerfisvandamál, þunglyndi, svefnleysi og svo mætti lengi telja.
Þessi einkenni hef ég losnað við smám saman síðastliðið ár.

Ég ætla að halda áfram í grenningu í mánuð til viðbótar og sjá svo til við vigtun 18. febrúar hvað ég geri. Tek það fram að ég er ekki með anorexiu, enda bara 159cm á hæð og má alveg vera 58kg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home