léttfimmtug

föstudagur, janúar 21, 2005

368-369 / allt í ljúfa löð og ég sakna rófnanna

Vissuð þið það, rófurnar eru ekki til í Bónus!!!! Ég bara hreinlega græt..AaaaAaa - allavega seinnipart föstudags voru þær ekki sjáanlegar, þessar elskur sem hafa komið í staðin fyrir karbullurnar, þið vitið, þessa kolvetnaríku hnullunga sem geta verið svo æðislega góðar. Ég verð víst bara að lifa með því.

Í gær sættist einkaþjálfarinn við mig og mitt mataræði. Ég elska að sættast. Sáttarhönd er eitthvað sem er svo þroskandi og gerir manneskjuna mýkri. Hún má hafa sína skoðun og ég mína hvað varðar mataræði, við þurfum ekki að búa til styrjöld yfir því hver hefur rétt fyrir sér. Það eru svo margir sannleikir þarna úti.

Stundum langar mig í súkkulaði eða eitthvað til að stuffa mig með, sérstaklega þegar það er svona kalt úti og svo þegar föstudagskvöld er komið. Ég ætla að leggjast uppí sófa, undir sæng og hressa mig við á SítrónuKristal og kannski einu Tab glasi.

Matseðillinn minn er svipaður öðrum dögum.

400 gr AB mjólk
200 gr Ananas

Hveitikímkaka úr 45 gr hveitikími og ítölsku kryddi
20 gr rjómaostur
30 gr brauðostur
15 gr smjörvi
100 gr tómatur

Hveitikímkaka úr 45 gr hveitikími og ítölsku kryddi
60 gr tacosósa
30 gr majones
340 gr laukur, salat og tómatur
100 gr steikt hakk í taco kryddi og tómatpaste

Þetta var ágætis tortilla -

Ég er södd en með verki í túttunum, trúið þið því!!! það er sko hægt að fá vöðvabólgu í brjóstin - jahá, ég er búin að vera að drepast til skiptis í sitthvoru brjóstinu - en þetta gengur yfir.

Ég er að fara á ráðstefnu í Englandi með fitubollum víða að úr heiminum í enda febrúar - þetta eru allt kellur sem eru í sama fráhaldi og ég. Við förum tvær héðan af Íslandi. Mér skilst að þarna sé fjör og flottheit. Dömurnar deila með sér reynslu, styrk og vonir.

2 Comments:

  • Gott hvað þér gengur vel, spennandi að fara á svona ráðstefnu til að hitta aðra sem eru að gera sömu hluti. (Ég er farin að geta lesið í gegnum bloggið þitt þó svo að ísl. stafirnir séu allir túlkaðir með einhverjum táknum, er búin að læra svona nokkurn veginn hvaða tákn er fyrir hvaða staf ;)- bara dulmálstæknin sem blívur)

    By Blogger Ágústa, at 22. janúar 2005 kl. 11:24  

  • Hum þú ert ekki fitubolla og ert ekki að fara á fitubolluráðstefnu. Þú ert flott kona að fara á fína ráðstefnu.
    SúperS

    By Anonymous Nafnlaus, at 22. janúar 2005 kl. 12:56  

Skrifa ummæli

<< Home