léttfimmtug

sunnudagur, mars 27, 2005

428-434 / Fyrsta hreyfingin í langan tíma

Lífið er svo dásamlegt. Fyrr í dag fór ég í mína fyrstu gönguferð síðan ég kom heim frá London í enduðum febrúarmánuði, til að vera nákvæm í dag akkúrat einn mánuður!!! Ég datt út úr því að fara í líkamsræktina og allri hreyfingu nema þeirri sem er þetta daglega eins og þið sjálfar vitið.

Fór í Heiðmörkina og ætlaði bara að tipla á jafnsléttu, vön því síðustu tvo áratugina að vera móð við að reyna að fara uppí móti - viti menn, ég nánast hleyp eins og hind og ekkert er mér ofviða. Lundin er létt og líkaminn léttari. Hjartað fær að pumpa eðlilega og fer ekki á suðupunkt eins og þegar ég var föst í kolvetniseitruðum líkama með ofursnúningi á hjartað sem endaði í stóru felmsturskasti.

Ég fer enn eftir mínu plani og er komin á fimmtánda mánuð, ég borða bara mínar þrjár máltíðir og ekkert þar á milli og ég líð ekki skort. Mér finnst yndislegt að geta farið í gegnum hátíðina án þess að þurfa páskaegg eða annan kolvetnisríkan mat. Ég býð mínum nánustu upp á þann mat sem ég borða en að sjálfsögðu bæti ég við einhverju gúmmulaði handa þeim sem vilja - ég er bara í fráhaldi fyrir mig og þarf ekki að troða mínu upp á aðra. Að sjálfsögðu vonast ég til að mín bætta heilsa og útlit virki aðlaðandi fyrir þá sem eiga við offitu vandamál að stríða og eru komin í yfirþyngdarflokkinn þ.e. obese - ég var obese og átti stutt í "morbid obesity" -

Mér var gefið gullið tækifæri fyrir tæpum fimmtán mánuðum síðan og ég hef ekki sleppt hendinni af þeirri líflínu síðan og ég ætla mér að hanga á henni einn dag í einu það sem eftir er að lífið mínu þrátt fyrir allt.

Fór í Kringluna í gær og fékk heim föt til að máta, gallapils no. 10 - takið eftir no. 10 og æðisleg buxnadragt í litlu númeri no 40. Þetta er líka í fyrsta skipti í tvo áratugi sem ég er ánægð með mig í pilsi.

Svo, okei, ég segi það bara - en ég upplifi mig sexý - já, maður getur alveg verið sexý á sextugsaldri.

4 Comments:

  • Vá, vá þú ert alveg stórglæsileg, þvílíkur munur. Þetta gefur manni svo sannarlega spark í r****** Enn og aftur til hamingju með þennan glæsilega árangur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 28. mars 2005 kl. 11:44  

  • Ó mæ god krútta enda ertu sexý kona! Ég hlakka mikið til að geta farið í ,,fallegar,, fatastærðir..er tilfinningin ekki æðisleg? Ég næ því með tíð og tíma no worries :) En þú ert sko hetjan það er alveg ljóst.

    By Anonymous Nafnlaus, at 28. mars 2005 kl. 11:55  

  • Til hamingju með lífið, gaman að sjá þig blómstra... það gefur okkur hinum aukinn kraft!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 30. mars 2005 kl. 00:21  

  • Kær kveðja Doris Day:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 30. mars 2005 kl. 00:22  

Skrifa ummæli

<< Home