400-402 / London here I com
Á morgun fer ég til London á helgarráðstefnu kvenna og karla sem hafa náð árangri gegn fitupúkanum, einn dag í einu. Dálítið spennandi að heyra hvernig aðrir hafa farið að og haldið sig í fráhaldi, sumir í tugi ára.
Ég hef verið á haus sl. viku - próf og aftur próf. Tók stöðupróf í hollensku í gær og vonast til að skora 12 einingar með því, fór svo í fyrra hluta prófs í ensku 403 í gærkveldi og var gjörsamlega búin á því - hér áðurfyrr hefði ég sporðrennt miklu af súkkulaði og gúmmulaði til að komast í gegnum þreytuna.
Nú er bara að fara að pakka niður henni vigtoríu minni ásamt backup mat - vera vel plönuð svo maður falli ekki. Er nú búin að vera áður í London og vigta og mælt og ætti þessi ferð ekki að vera neitt öðruvísi eða erfiðari.
Læt heyra í mér þegar ég kem svo til baka á sunnudagskvöld -
5 Comments:
Góða ferð! Hafðu það gott í London:)
By
Nafnlaus, at 24. febrúar 2005 kl. 00:04
gleymdi að kvitta kv maja :)
By
Nafnlaus, at 24. febrúar 2005 kl. 00:04
gleymdi að kvitta kv maja :)
By
Nafnlaus, at 24. febrúar 2005 kl. 00:04
Góða ferð, það verður gaman að heyra ferðasöguna.
By
Nafnlaus, at 26. febrúar 2005 kl. 10:00
Verður gaman að heyra frá ferðinni :)
kv Orkuboltinn
By
Nafnlaus, at 28. febrúar 2005 kl. 15:25
Skrifa ummæli
<< Home