léttfimmtug

föstudagur, febrúar 18, 2005

393-397 / Vigtunardagur

Þá kom að því - 200 gr upp þennan mánuð og daman brosir bara að því. Fegin að vera þannig laus við vigtar þráhyggjuna að ég fari í mínus við smá þyngd, enda bara 63.4kg. Hvort þetta sé útaf líkamsræktinni, eða af því ég nota aðeins meiri canderel í mjólkurvörurnar mínar - ??? Allavega, ég er sátt og borða það sama og ég hef gert síðustu fjórtán mánuði.

Það er nú alltaf þannig að síðustu kílóin eru þau sem seinast fara og geta líka verið þau sem trufla mann best - ég ég er ánægð með að vera 25.9kg léttari en fyrir rúmu ári síðan.

Þá er bara að halda áfram að vigta og mæla og mæta í ræktina og halda áfram að temja hugann.

2 Comments:

  • ég er svo viss um að þessi 200 grömm séu vöðvar og læti :) u ert búin að vera svo dugleg að ég held að þetta geti nú ekki verið neitt annað :)
    kv .ofurbollan

    By Anonymous Nafnlaus, at 19. febrúar 2005 kl. 10:06  

  • Mér finnst þetta átak hjá þér alveg frábært og vona að ég eigi eftir að vera svona dugleg eins og þú, góða helgi kv Maja

    By Anonymous Nafnlaus, at 19. febrúar 2005 kl. 13:25  

Skrifa ummæli

<< Home